Gullvöndurinn er ein- til tvíær.
Blómin eru oftast allmörg saman í hnapp, rétt ofan við fjögur allstór
laufblöð. Krónan er tiltölulega lítil, 4-5 mm í þvermál og
7-8 mm á lengd, fölfjólublá í efri enda, oft grænhvít neðan
til. Krónuflipar eru oftast fjórir (eða 5), odddregnir, engir ginleppar
að innanverðu. Bikarfliparnir eru lítið styttri, mjóir (1 mm),
misstórir. Fjórir fræflar, ein fræva. Stönglarnir eru oft mikið greindir
neðan til, skarpstrendir eða vængjaðir, hárlausir, laufblöðin eru
heilrend, egglaga, odddregin í endann en niðurbreið.