Lindasef myndar fremur þétta og oft jarðlæga hvirfingu blaða og blómleggja. Blómhnoðun eru flest einblóma. Blómhlífarblöðin eru 6; þrjú þau ytri lengri, oddhvöss, græn í miðju, með breiðum, glærum himnufaldi sem mjókkar jafnt upp að oddinum; þrjú þau innri nokkru styttri, himnufaldur þeirra dregst oft snöggt saman í endann og myndar ávalan odd utan um græna miðhlutann sem sjálfur er yddur. Aldinið eru ljósgulgrænt eða fagurbrúnt, gljáandi, nokkru styttra en blómhlífin. Blöðin eru mjó (1 mm), striklaga.