Kjarrhveiti
Elymus caninus
er hávaxin
grastegund sem vex einkum í fjalldrapamóum og skóglendi.
Kjarrhveitið er sjaldgæf tegund á Íslandi, algengast í innsveitum
Suður-Þingeyjarsýslu. Það vex aðeins á láglendi upp að 300 m, líklega
hæst skráð í Leyningshólum í Eyjafirði.
Kjarrhveitið hefur 6-12
sm langt, grænt eða aðeins blámengað ax. Smáöxin eru oftast
þríblóma, það efsta ófrjótt. Axagnir eru 10-20 mm langar, lensulaga með
langa týtu í endann, gis- og stutthærðar, með þrem til sex upphleyptum
taugum. Neðri blómögn ber týtu sem er töluvert
lengri en ögnin. Blöðin eru breið, 4-10 mm, hærð á efra borði;
slíðurhimna engin.
Kjarrhveiti í fjalldrapamóum í Reykjadal,
S.-Þing. 1982.
Nærmynd af axi kjarrhveitis.