Grænvöndurinn er ein- til tvíær jurt með blómum út
úr blaðöxlunum. Krónan er pípulaga, fimmdeild, 1,5-2 sm á lengd og 4-5
mm á breidd, skert niður í fjórðung. Krónublöðin eru gulgræn eða
grænhvít, með þráðlaga, hvíta ginleppa að innanverðu við opið á
krónupípunni. Bikarinn er oft um helmingi styttri en krónan, skertur
niður fyrir miðju; fliparnir eru odddregnir, afar mislangir, grænir. Blöðin
eru gagnstæð, lensulaga eða egglensulaga, 1,5-2 sm á lengd. Stöngullinn
er oftast rauðblámengaður, strendur. Öll plantan hárlaus.