Mýrafinnungur vex ætíð
í þéttum toppum,
axið 4-5 mm, ljósmóleitt, fáblóma. Axhlífarnar eru lítið styttri en
axið, með breiðum himnufaldi neðan til, og snubbóttum, stundum
grænleitum broddi efst. Fræflar eru þrír, ein fræva með þrem frænum.
Stöngullinn er lítið eitt sveigður, með 4-6 mm löngum,
grænum blaðbroddi neðan til.