Blæöspin fannst fyrst á Íslandi
árið 1911 að Garði í Fnjóskadal (Ingólfur Davíðsson 1957). Af þessum og
síðari fundarstöðum hennar má helzt draga þá ályktun, að hún sé gömul í
landinu, en hafi á síðari öldum verið haldið niðri með beit. Líkur eru
því á því, að hún hafi verið hér eitthvað í birkiskógunum þegar
landnámsmenn komu að landinu, en þó væntanlega nokkuð staðbundin
(Ingólfur Davíðsson 1957). Síðan hafi hún horfið að mestu eftir því sem
skógarnir eyddust, en tórt á nokkrum stöðum í sverðinum, og kemur síðan
fram aftur smátt og smátt eftir því sem beitarálagi léttir af
vaxtarstöðum hennar.
Grein af blæösp í Egilsstaðaskógi á Fljótsdalshéraði árið 1991
Blæösp í Vaðlaskógi á Hallandi við Eyjafjörð árið 1995.