Vætuskúfurinn er meðalstór jurt af stararætt með
5-13 mm löngu, brúnu eða rauðbrúnu axi á stráendanum. Tvær axhlífar eru
neðan undir axinu, dökkbrúnar og himnurendar, snubbóttar, sú neðri
feðmir alveg utan um stráið og innri axhlífina. Stoðblöð blómanna eru
rauðbrún og gljáandi, lítið eitt ydd. Sex burstar eru í stað blómhlífar.
Frævan ein með tvö fræni, sex fræflar. Stöngullinn er sívalur, holur,
með blöðkulausum blaðslíðrum neðst, sem oft eru með brúnum jaðri.
Breiða af vætuskúf á Laugarási 9. júlí 2006.
Nærmynd af axi vætuskúfs. Hér á að sjást hvernig neðri axhlífin feðmir utan um þá efri.