Snænarfagrasið er örsmá fjallajurt af grasætt sem
myndar smátoppa. Stráin eru
jarðlæg, uppsveigð eða upprétt. Punturinn er
grannur og axleitur. Smáöxin eru oftast einblóma. Axagnir eru örstuttar
(0,2-0,5 mm), vantar oft aðra. Blómagnir eru lengri (1-1,5 mm) og
breiðari, grænar eða fjólubláar með ljósbrúnum himnujaðri, snubbóttar,
skertar eða yddar í endann. Blöðin eru 1-2 mm á breidd og stefnislaga í
endann; slíðurhimnan er 1 mm.