vex einkum í sandi
við fjörur eða nálægt sjó. Einstöku sinnum finnst það í klettum. Það er
afar viðkvæmt fyrir beit en getur orðið nokkuð áberandi þar sem lengi
hefur verið beitarfriðun eða lítil beit, eins og t.d. á Ströndum.
Blómin á baunagrasinu standa tvö til fjögur saman í legglöngum klasa í
blaðöxlunum. Krónublöðin eru fimm, fjólublá, með hliðsveigðum fána sem
oft er meira en 1 sm á breidd. Bikarinn er 8-9 mm á lengd,
fimmtenntur. Fræflar eru tíu, frævan ein sem verður að stórum,
flötum belg, 4-7 sm á lengd við þroskun. Laufblöðin eru fjaðurskipt með
þrem til fjórum smáblaðpörum; smáblöðin eru sporöskjulaga eða
oddbaugótt, 15-20 mm á lengd og um 5-10 mm á
breidd, endablaðið og oft næsta blaðpar ummynduð í vafþræði. Axlablöðin
eru skakkhjartalaga eða skakkþrístrend, um 1 sm á breidd og 1,5 á
lengd.
.
Myndin af baunagrasi er
tekin á Suðurlandi árið 1983