Puntur vallarsveifgrass er allt frá
5 upp í 15 sm langur. Smáöxin eru með þrem til fimm blómum. Axagnirnar
eru oftast fjólubláar, með skörpum kili, oddmjóar, þrítauga.
Blómagnirnar eru með ullhárum við fótinn og upp eftir taugunum,
oddmjóar, himnurendar, oft grænar neðan til, fjólubláar ofar. Skriðular,
blaðmiklar renglur eru áberandi. Renglurnar eru flatvaxnar og blöðin
samanbrotin um kjölinn; blaðoddurinn í lögun eins og bátstefni.
Slíðurhimna er engin við neðsta blaðslíður, stutt við þau efstu (1-2
mm).
Blómstraður puntur á vallarsveifgrasi á Akureyri árið 1983.
Puntur af vallarsveifgrasi á Hreggstöðum á Barðaströnd í júlí 1985.