eða
Reiðingsgras er algeng á láglendi landsins, og vex í flóum og
litlum tjörnum. Hún er sjaldan í meira en 500 m hæð til
fjalla. Hæst er hún skráð í 600 m hæð í Nauthaga í Þjórsárverum, og í
580 m innst í Bleiksmýrardal. Hún blómstrar bezt þar sem hún vex í grunnu vatni. Í mýrum til
fjalla blómstrar hún oft ekki.
Blóm horblöðkunnar eru leggjuð í stuttum klasa efst á
stönglinum, 2-3 sm í þvermál, fimmdeild. Blómhnapparnir eru
rauðleitir fyrir blómgun. Krónan er hvít, klofin niður til miðs eða meir
í 5 flipa; krónufliparnir eru ofurlítið rauðleitir í oddinn, alsettir
hvítum þráðum að innanverðu. Bikarinn er nokkuð djúpklofinn, fliparnir
snubbóttir, rauðgrænir að lit. Fræflar eru fimm, frjóhirslur dökkar.
Horblaðkan hefur eina
frævu með einum stíl og þrískiptu fræni. Blöðin eru þrífingruð, á
10-30 sm löngum stilk, smáblöðin 4-10 sm á lengd og
2-6 sm á breidd, hárlaus, öfugegglaga eða breiðoddbaugótt,
heilrend. Jarðstöngullinn er langur og liðaður, 7-10 mm
gildur, afar sterkur og áður fyrr nýttur í reiðing.
Hér birtist
horblaðkan í sínu rétta umhverfi. Myndin er tekin árið 1982.
Blómstrandi horblaðka í
Kaupangsmýri í Eyjafirði árið 1991,