er sjaldgæfur á
Íslandi, vex einkum í þéttum og áberandi breiðum, oft inni í
þéttbýli. Hann er stórvaxinn, blómskipunin nær áberandi hátt yfir
blaðbreiðurnar. Blaðstilkarnir eru aðhærðir neðantil eða nær hárlausir,
ætíð hárlausir efst þar sem blaðkan mætir stilknum. Blaðkan er gróf,
áberandi gapandi eða opin við stilkinn, nánast hárlaus að ofan, en
oftast með aðlæg hár yzt á blaðstrengjum neðra borðs. Útbreiðsla
tegundarinnar, þéttar breiður í þéttbýli, bendir fremur til að hún sé
aðfluttur slæðingur á Íslandi.
Myndin sýnir
brekkumaríustakk, tekin 4. júlí 2006 á Arnarhóli í Kaupangssveit
Nærmynd af blaðstilk
brekkumaríustakks, tekin 24. júní 2008 í Leifsstaðabrúnum í
Kaupangssveit.