Garðalúpína er
innflutt skrautjurt sem nokkuð hefur verið ræktuð í görðum. Hún hefur
lítið eitt dreift sér út fyrir garða, og hugsanlega eitthvað verið
gróðursett á víðavangi þar sem hún dreifir sér áfram.
Hún getur verið með bláum eða bleikum blómum, og er trúlega til í fleiri
litum.
Hún þekkist frá alaskalúpínu og mun fleiri smáblöðum í
laufblað-kransinum, oft 12-15 í stað 7-8. Einnig hefur hún lengri
blómklasa og blómgast nokkru síðar en alaskalúpínan.