Húsapuntur er hávaxin grastegund með 8-15 sm löngu axi á stráendanum. Axið er grænt. Smáöxin eru þrí- til fimmblóma; axagnirnar yddar, fjór- til fimmtauga, 7-10 mm á lengd, lensulaga. Neðri blómögn 12-18 mm á lengd, með týtu sem er meira en helmingi styttri en ögnin. Blöðin eru 5-9 mm á breidd, engin slíðurhimna. Skríður með sterklegum, hvítum neðanjarðarrenglum.
Ax húsapunts í Reykjavík 23. júlí árið 1982.
Jarðstönglar húsapunts í kartöflugarði á Arnarhóli í Eyjafirði árið 2002.