Blöð vorbrúðunnar eru af tveim gerðum. Kafblöðin eru gagnstæð, striklaga, 7-10 mm löng, 0,5-1 mm á breidd, buguð í endann. Flotblöðin eru frambreið (um 2 mm), með ávölum enda og mynda þétta þyrpingu á greinendum í vatnsyfirborðinu. Blómin eru í blaðöxlunum, einkynja, blómhlífarlaus. Karlblómin hafa aðeins einn fræfil. Kvenblómin hafa eina frævu með tveim frænum. Aldinið er móleitt, öfugegglaga eða öfughjartalaga, örlítið ílangt.