er algeng á
Suðvesturlandi, en fátíð annars staðar. Á Norðurlandi og
Austurlandi finnst hún aðeins á litlum blettum. Hún hefur aðeins 4
laufblöð í hverjum blaðkransi á stönglinum, og þaðan hefur hún
væntanlega nafnið. Krossmaðran finnst upp að 600 m á þeim svæðum sem hún
hefur lagt undir sig. Hæstu fundarstaðir eru í Tjarnadölum og víðar í
nágrenni Hveravalla á Kili.
Krossmaðran ber mörg blóm í greindum blómskipunum sem
koma út úr efri blaðöxlunum. Blómin eru fjórdeild, hvít. Krónan er
samblaða, 2,5-3,5 mm í þvermál, klofin langt niður með krossstæðum,
útréttum flipum. Bikarblöðin eru örsmá, krókhærð. Fræflar eru fjórir,
ein fræva með tveim stílum. Stönglarnir eru ferstrendir með upphleyptum
köntum. Blöðin eru fjögur saman, kransstæð á stönglunum, misstór í sama
kransi, oftast tvö lengri og tvö styttri, lensulaga, snubbótt í endann,
en breikka niður, 8-18 sm á lengd, með þrem strengjum að endilöngu,
miðstrengurinn stærstur.