Blóm dvergsóleyjarinnar eru 0,5-1 sm í þvermál, fimmdeild. Krónu-blöðin eru gul, gljáandi, 2-3 mm löng, öfugegglaga og ávöl fyrir endann, styttri en bikarblöðin. Bikarblöðin eru ljósgræn, oft ofurlítið purpurarauð í oddinn eða á jöðrum, 3-4 mm löng, hærð á neðra borði. Allmargir fræflar eru í hring kring um kúptan blómbotn með mörgum frævum, aldinstæðið að lokum egglaga til keilulaga, þakið utan af 40-60 hnetum sem eru 1-1,5 mm á lengd með boginni trjónu utanvert á efri enda. Blómstönglar eru grannir, hærðir efst, blöðin flest stofnstæð, langstilkuð, nýrlaga eða nær kringlótt, djúpskert að framan í 3-5 sepa eða flipa með ávölum eða sljóyddum tönnum, nánast hárlaus fyrir utan strjál randhár.
Hér má sjá blóm og blöð dvergsóleyjarinnar á Þrælsfelli á Vatnsnesi 25. ágúst árið 2000.
Þessi dvergsóley fannst við Eyjabakkajökul árið 2002.