Blóm gullmurunnar eru fimmdeild, um
1,5 sm í þvermál. Krónublöðin eru gul, með rauðgulum bletti neðst að
innanverðu, öfughjartalaga með grunnu viki í endann. Bikarinn er
tvöfaldur, 5 mjóir utanbikarflipar á milli breiðari, odddreginna, fimm
bikarblaða. Fræflar og frævur margar. Laufblöðin eru djúphandskipt,
oftast í þrjá til fimm hluta, gróftennta í endann.
Gullmura, myndin tekin árið 1982.
Nærmynd af blómi gullmuru á Hrafnagili í Eyjafirði 18. maí 2005. Þarna sjást rauðgulu blettirnir neðst á krónublöðunum.