Bláhveitið er meðalstórt gras með 4-8 sm löngu axi. Smáöxin eru hvert með þrem til fjórum blómum. Axagnir eru grænar eða fjólubláleitar í miðju, með breiðum himnufaldi, skarpyddar, oft skakkar: Fjórar taugar öðrum megin, en tvær til þrjár hinum megin við miðtaugina. Blómagnir eru hærðar; sú neðri með stuttri týtu. Blöðin eru 3-5 mm á breidd, slíðurhimnu vantar.