Blóm mosalyngsins eru 5-7 mm í þvermál. Krónan
er hvít eða gulhvít, samblaða en djúpklofin; krónufliparnir eru snubbóttir.
Bikarblöðin eru um eða tæplega helmingi styttri en krónublöðin, dökkrauð,
oddmjó. Blómleggirnir eru 6-12 mm á lengd, dökkir. Fræflar eru 10 með
tveim löngum, þráðmjóum hornum út úr frjóhirzlunum. Ein fimmblaða fræva
sem myndar hýðisaldin við þroskun. Aldinið opnast með fimm langrifum.
Blaðsprotar eru þéttblöðóttir. Blöðin eru 2-3 mm á lengd, barrlaga, heilrend og
odddregin.
Mosalyng blómstrandi uppi við stein við Bíldsárgil í Kaupangssveit í júní 1963.
Mosalyng á Krókárgerðisfjalli við Öxnadalsheiði 4. júlí 2002.
Aldini af mosalyngi upp úr gamburmosabreiðu við Hvalnes í Fáskrúðsfirði í júlí 2012