er af rósaætt og er nokkuð algengur á Austurlandi, ekki sízt til fjalla. Hann minnir mjög á ljónslappa og maríustakk í útliti. Blöðin hafa grynnri skerðingar en á ljónslappa en dýpri skerðingar en á maríustakki. Maríuvötturinn er algengur á Austurlandi frá Langanesi suður í Öræfi. Sjaldgæfur utan þess svæðis, þó fundinn á nokkrum stöðum í Þingeyjarsýslum (Brettingsstöðum og Brettingsstaðaseli á Flateyjardal, Nípá í Kinn, og á fjórum stöðum við Auðbjargarstaði og Fjöll í Kelduhverfi, og í Ásbyrgi). Líklega er maríuvötturinn gamall og rótgróinn í austfirzku flórunni, en hefur líklega numið land í Þingeyjarsýslu síðar, eða eftir landnám. Þar vex hann í flestum tilfellum við eða á gömlum götum í alfaraleið. Maríuvötturinn vex frá láglendi upp í 600-650 m hæð, hæst fundinn í 800 m á Teitutindi og 725 m á Dalatindi í Mjóafirði (Hj.Gutt.). Erlendis finnsts maríuvöttur aðeins í Færeyjum utan Íslands.
Blóm
maríuvattar eru lík blómum ljónslappans, nema
utan-bikarfliparnir eru lengri, oft um helmingi styttri og mjórri en
utanbikarblöðin. Stofnblöðin eru á 3-12 sm löngum stilk, stilkurinn með
aðlægum hárum. Blaðkan er fremur lítil, 3-7 sm breið, djúpskert, klofin
niður til miðs eða meira, með reglulega tennta, ávala, oftast 7 flipa,
öll þétt silfurhærð að neðan, en lítið hærð ofan. Stönglar og blómleggir
eru þétthærðir.