Blómstönglar holtasóleyjarinnar eru
3-10 sm á lengd, blómin stór, 2,5-3,5 sm í þvermál.
Krónublöðin eru hvít, mismunandi mörg, oftast 8. Fræflarnir eru gulir og
mynda þétta þyrpingu í miðju blómsins. Frævurnar eru margar; við
aldinþroskunina verður stíllinn að löngum, fjaðurhærðum hala upp úr
aldininu. Blöðin eru á jarðlægum, trékenndum sprotum (rjúpnalauf), um
1,2-2,2 sm á lengd, egglaga, tennt, stilkstutt, sígræn,
gljáandi og gishærð á efra borði, þétt hvítloðin á neðra borði.
Rendurnar eru niðurorpnar.
Hér sjáum við blómstrandi holtasóley með rjúpnalaufi í sverðinum í Leifsstaðabrúnum í Kaupangssveit í júní árið 1994.
Hér birtist hárbrúða með snúinn lokk, tekið í Eyjafirði árið 1963.
Þjóðarblómið á Arnarhóli í Kaupangssveit 13. júní 2004.