Smáöx fjallafoxgrassins eru mörg
þétt saman í 2-4 sm löngum, axleitum punti. Axagnirnar eru
broddyddar, sú efri tvöfalt lengri en sú neðri. Fræflar eru aðeins
tveir. Frænið er klofið. Önnur blómögnin er með langri baktýtu sem
stendur út úr smáaxinu. Blöðin eru flöt, 3-6 mm breið.
Stráið er stutt, sívalt, gárað; blaðgrunnurinn oft fjólubláleitur við
slíðurmótin; útstæð hár við slíðurhimnuna.