er háfjallajurt sem
er mjög algeng eftir að komið er upp í um 700 m hæð á fjöllum, við
norðurströndina og á öðrum útkjálkum vex hún oft neðar. Hún hefur
allmörg blómhnoðu sem standa á enda sérlega grannra stilka. Hún
getur fljótt á litið líkst vallhæru, en þekkist bæði á hinum grönnu
stilkum blómskipunarinnar, og á mun mjórri laufblöðum, og svo er hún
ætíð lágvaxnari en vallhæra. Vallhæra finnst oftast ekki í þeirri
hæð sem boghæran vex, því hún finnst sjaldan ofar en í 500-600 metrum.
Fjallhæra er náskyld boghæru, og oft hafa þær verið taldar til sömu
tegundar sem þá hefur verið skipt í tvær deilitegundir. Fjallhæran hefur
mun færri og stærri blómhnoðu en boghæran, venjulega aðeins tvö til
þrjú.
Blómhlífarblöð boghærunnar eru sex, dökkbrún,
himnukennd, hvassydd. Fræflar eru sex. Frævan er með einum stíl og
þríklofnu fræni. Stráið er sívalt. Stoðblaðið er venjulega örstutt, í
mesta lagi 5-10 mm. Stofnblöðin eru rennulaga, 1-2 mm breið, oddhvöss,
oftast með nokkur löng hvít hár neðst við blaðfótinn.
Myndin af boghæru er
tekin í Þjórsárverum sumarið 1983