Njólinn er auðþekktur frá öðrum íslenzkum plöntum,
enda er engin af súruætt nálægt því eins stórvaxin og hann. Hins vegar
er erfitt að þekkja hann frá sumum erlendum tegundum, sem stöku sinnum
sjást hér á landi, eins og t.d. hrukkunjóli (Rumex crispus).
Hann þekkist varla frá njóla nema þegar hann er í blómi, á áberandi
brjóskvörtum sem myndast á innri blómhlífarblöðunum. Erlendis er þekkt
að þessar tvær tegundir myndi kynblendinga.
Njóli í Eyjafirði árið 1963.
Hér sjást blóm njólans í Reykjavík árið 1982.
Hér sjást að lokum aldini njólans á Arnarhóli í Eyjafirði árið 2004. Hér sést vel hvernig þrjú innri blómhlífarblöðin leggjast upp að aldininu þegar það þroskast.