Broddkrækillinn er ljósgræn, fjölær jurt. Blómin eru fimmdeild, um 4-5 mm í þvermál. Krónublöðin eru hvít, um það bil jafnlöng og bikarblöðin. Bikarblöðin eru græn eða ofurlítið rauðleit, snubbótt, 2-2,5 mm á lengd, kirtilhærð. Blöðin eru gagnstæð, strik- eða sverðlaga, með mjóum himnufaldi, kirtilhærð á röndunum og með löngum hároddi (1 mm) í endann. Blómleggir eru oft langir og áberandi kirtilhærðir.
Hér sést broddkrækill með útsprungin blóm í sóskini.
Hér eru blómin lokuð. Myndirnar eru teknar í Langeyjarnesi við Breiðafjörð árið 2003.