er fremur sjaldgæft
afbrigði
tegundarinnar á Íslandi. Hún hefur einkum fundist á Suðvesturlandi, en einnig á
einum stað við Ísafjarðardjúp. Þetta er vatnajurt með gagnstæð,
striklaga blöð og einföldum blómum í blaðöxlunum. Hún líkist einkum
vorbrúðu, en þekkist frá henni og öllum öðrum vatnsbrúðum á stilkuðum
blómum og aldinum. Lækjabrúðan vex jafnan á kafi í vatni, lækjum eða
tjörnum. Þær plöntur sem hér birtast myndir af vaxa á 20-40 sm dýpi á
torfi utan í tjarnarbakka. Hún hefur nýlega verið sameinuð með
Callitriche hamulata, síkjabrúðu, af Lansdown 2006 í eina tegund.
Lækjabrúða sem fannst í
Laugardal við Djúp. Myndirnar eru báðar teknar á rannsóknastofu
Náttúrustofu Vestfjarða á Bolungarvík.
Hér má betur sjá stilkinn á aldinum
lækjabrúðunnar, en á honum þekkist hún frá öðrum vatnsbrúðum.