Hagabrúðan er stórvaxin jurt,
blómin mörg saman í sveipleitri blómskipan, fimmdeild. Krónan er
trektlaga, bleik, samblaða með fremur grunnum skerðingum og ávölum
flipum. Bikarblöðin eru 2-3 mm löng, hærð, odddregin, með rauðum röndum
og himnurend, oftast tennt. Fræflar eru þrír í hverju blómi. Ein fræva
með einum stíl og þrískiptu fræni. Stöngullinn er gáróttur. Blöðin eru
gagnstæð, stakfjöðruð, með lensulaga til egglensulaga, tenntum, loðnum
smáblöðum. Stofnblöðin eru langstilkuð, oftast með 3-6 blaðpörum.
Hagabrúða í Þrastarskógi.
Blóm hagabrúðu í návígi.
Hér sjást laufblöð hagabrúðunnar. Allar myndirnar eru teknar í Þrastaskógi 29. júlí 2008.