Bjúgstörin er fremur lágvaxin stör, með nokkrum, þéttstæðum öxum sem mynda keilulaga hnapp í toppinn (1,5 x l sm), líkt og eitt ax væri. Karlblóm eru efst í hverju axi en kvenblóm neðar. Axhlífar eru brúnar, himnukenndar, með skarpri miðtaug sem gengur út í brodd. Hulstrið er gljáandi, grænt, einkum neðst, oft brúnt ofan til, með rennilegri, alllangri trjónu. Frænin eru tvö. Stráið er nær sívalt, oftast kengbogið. Blöðin eru mjó, um 1-1,5 mm, rennulaga neðan til en þrístrend í endann.
Hér sjáum við bjúgstör í sandi í Surtsey árið 1994. Stráin eru bogsveigð og öxin liggja niðri í sandinum.