Blóm fjalldalafífilsins eru stór,
1,5-2 sm í þvermál, oftast fimmdeild, en stundum ofkrýnd. Krónublöðin
eru í fyrstu gulhvít en síðan bleikrauð með dökkum æðum, naglmjó og
frambreið, buguð í endann. Bikarblöðin eru dökkrauð, hærð, þríhyrnd, á
milli þeirra eru mjóir og útréttir utanbikarflipar. Fjalldalafífillinn
hefur marga fræfla með gular frjóhirzlur, og margar frævur með loðinni
trjónu sem lengist mjög er aldinið þroskast. Stöngulblöðin eru þrískipt,
með tenntum flipum og axlablöðum við fótinn, stofnblöðin stilklöng,
fjöðruð, bilbleðlótt, með stórum djúpflipuðum endableðli. Smáblöðin eru
gróftennt, loðin. Jarðstöngullinn er gildur.
Fjalldalafífill í Leifsstaðabrúnum í Kaupangssveit árið 1994.
Nærmynd af blómum fjalldalafífils tekin við Kúalækjargilið á Arnarhóli í Eyjafirði 13. júní 2006.
Hér sjást þroskuð aldini fjalldalafífils á Arnarhóli í Eyjafirði 3. ágúst 2004