Smáöx vatnsliðagrassins eru
einblóma og standa þétt saman í sívölu, keflislaga, ljósgrágrænu,
1,5-2 sm löngu samaxi
(axpunti) á stráendanum. Axagnirnar eru grænar, dökkar í endann, með
hvítum, uppréttum hárum langt upp eftir. Ytri blómögnin er með baktýtu,
sem stendur aðeins lítið út úr smáaxinu. Fræflar hanga út úr axinu um
blómgunartímann; frjóhirslur eru gular eða ryðbrúnar. Slíðurhimnan er
2-3 mm á lengd. Blöðin eru 2-4 mm á breidd, skarprifjuð á efra borði.
Breiðari blöðin eru með 12-20 rifjum.
Vatnsliðagras í tjörn á Fljótsdalshéraði sumarið 1984. Blómstrandi öxin sjást standa upp úr vatnsborðinu, en blöðin fljóta.
Vatnsliðagras í Bolungarvík 16. júlí 2008.