vex í sand- og
malarfjörum allt í kringum landið. Hún vex hvergi langt frá sjó.
Blöð hennar eru þykk og blágræn að lit og blómin mynda litlar,
fagurbláar bjöllur.
Blóm bláliljunnar eru 5-10 mm í þvermál, heiðblá.
Krónan er bjöllulaga, fimmdeild. Blómhnapparnir eru rauðir áður en þeir springa
út. Bikarinn er með hárlausum, fremur breiðum, þrístrendum, yddum blöðum.
Fræflar eru fimm. Bláliljan ber eina frævu með einum stíl, aldinið er ferkleyft klofaldin.
Laufblöðin eru þykk og öll ljósblámenguð, oddbaugótt eða öfugeggIaga,
spaðalaga eða nær kringlótt, 10-25 mm breið.
Myndin af blálilju er tekin
í fjörunni í Hlöðuvík á Hornströndum árið 1982