Klettafrú er marggreinótt jurt með
afar mörgum blómum; blómmargir klasar oftast úr hverri blaðöxl. Blómin
eru 1,2-1,8 sm í þvermál. Krónublöðin eru spaðalaga,
randhærð neðan til, hvít og stundum með rauðum æðum. Bikarblöðin
eru 4-5 mm á lengd, með stuttum, rauðum kirtilhárum. Fræflar eru
10, frævan klofin í oddinn með tveim útstæðum stílum. Blöðin eru
stofnstæð, mynda þétta og reglulega hvirfingu, öfugegglaga eða
tungulaga, þykk, um 10-15 mm breið, sígræn, smátennt með
kalkörðum í tönnunum.
Blómstrandi klettafrú utan í Illakambi í Lónsöræfum í ágúst árið 1985.
Blaðhvirfingar óútsprunginnar klettafrúar.
Klettafrú utan í klettabelti á Gljúfraborg við Breiðdalsvík 6. júlí 2012.