Skriðstörin ber þrjú til fimm öx
saman efst á stönglinum; karlblóm eru einkum neðst í toppaxinu sem er af
þeim ástæðum oft áberandi grannt neðan til. Axhlífar eru langar, oft
lengri en hulstrin, egglaga, sljóyddar eða snubbóttar, mógular eða
gulbrúnar með grænni miðtaug. Hulstrin eru stutt og bústin, stutttrýnd,
taugaber. Frænin eru tvö. Skriðstörin hefur langan, skriðulan
jarðstöngul með strjálum sprotum. Blaðsprotar eru alllangir, oft í
ljósgrænum, læpulegum breiðum; blöð þeirra eru 2-3,5 mm á breidd, flöt.