er af
krossblómaætt, algengur um allt land. Hann er að líkindum aðflutt
jurt sem komið hefur með manninum strax um landnám. Hann vex
einkum í jörð sem hefur verið ræktuð, gömlum kartöflugörðum og
kálgörðum, í blómabeðum, þar sem húsdýraáburður hefur verið geymdur, og
í hlaðvörpum og kringum útihús. Stofnblöðin eru fjaðurskipt en
aldinin hjartalaga, og af þeim dregur hann nafnið.
Hjartarfinn vex aðallega á láglendi upp í um 300 til 400 m hæð, inn til
heiða einkum við hús gangnamanna eða fjárréttir. Hæst fundinn við
Laugafell norðan Hofsjökuls í 730 m hæð, við hrossaréttir í
Fossgils-mosum á Sprengisandsleið í 680 m, og í Bugum á
Eyvindarstaðaheiði í 600 m hæð.
Blóm hjartarfans eru í klösum á stöngulendunum,
2-3 mm í þvermál. Krónublöðin eru hvít, öfugegglaga, naglmjó.
Bikarblöðin eru tungulaga, ljósmóleit, himnurend. Fræflar eru 6, ein
fræva með stuttum stíl. Aldinið er öfughjartalaga eða þríhyrndur
skálpur, um 5-7 mm á lengd og breidd, á legg sem er tvöföld
eða þreföld skálplengdin. Laufblöðin eru afar breytileg að stærð og
lögun, sum blöðin í stofnhvirfingu ýmist fjaðurflipótt, fjaðursepótt eða
heilrend; stöngulblöðin stakstæð, fjaðursepótt, tennt eða nær heilrend,
mjókka niður eða eru
stilklaus með eyru.
Hér eru blaðhvirfingar
hjartarfans eins og þær líta út á vorin. Myndin frá Mýrarlóni í
Kræklingahlíð.
Blómstrandi hjartarfi á
Akureyri árið 1983.
Hér má sjá hin hjartalaga aldini hjartarfans
á mynd frá Hellishólum í Fljótshlíð.