Stöngull mýrfjólunnar er jarðlægur,
blómin á löngum, uppréttum leggjum, einsamhverf, slútandi, minni en á
týsfjólu. Krónan er ljósfjólublá, oft með áberandi dökkum æðum, sporinn
er samlitur krónunni. Bikarblöðin eru nær sporbaugótt, snubbótt í endann
með ljósum himnufaldi. Fræflar eru 5, rauðbrúnir. Aldinið er þrístrent
hýði, klofnar í þrennt við þroskun. Örsmá forblöð eru nálægt miðjum
blómleggnum. Laufblöðin eru stilklöng, nýrlaga, hárlaus, grunnbog-tennt.
Mýrfjóla á Siglufirði árið 1994.
Nærmynd af blómi mýrfjólunnar við Geldingsá í Vaðlaheiði 10. júní 2007.