Skógarsmárinn hefur uppréttan
stöngul og blómin eru í þéttum kolli (2,5-3 sm) á stöngulendum. Blómin
eru heilkrýnd, einsamhverf, nær stilklaus. Krónan er rauð, 15-20 mm á
lengd. Bikarinn er 10-12 mm á lengd, hvítur með grænum börmum og 5
mjóum, grænum flipum, klofinn langt (⅔) niður; barmur og tennur hærðar.
Laufblöðin eru þrífingruð, stilkuð. Smáblöðin eru oddbaugótt, nánast
heilrend, hærð á blaðröndum og neðra borði, 2,5-5 sm á lengd en 0,6-1,4
sm á breidd.