er innflutt tré og
er mest af henni ættað frá Alaska. Mest hefur hún verið gróðursett á
síðari hluta síðustu aldar. Hún vex vel á Íslandi, er fljót að þroska
fræ og hefur á nokkrum
stöðum sáð sér töluvert og sums staðar þegar myndað sjálfsána
skóga. Furan hefur langar nálar, og eru þær tvær saman í knyppi hjá
stafafurunni eins og fjalla- og skógar-furunni. Köngulhreistur
kvenkönglanna eru með hvössum gaddi (sbr. mynd).
Tveir kvenkönglar stafafuru,
broddarnir sjást ef myndin er stækkuð með því að smella á hana.
Tekið á Hrafnagili í Eyjafirði í júní 2005.
Hér sjást karlkönglar stafafurunnar.
Hér að ofan er sproti
með nálum og tveim kvenkönglum stafafuru.