eða
stormkambur eins og hann hefur einnig verið nefndur, er innflutt tegund
sem ræktuð er í görðum. Hann hefur hins vegar tekið sér bólfestu utan
garða á nokkrum stöðum, m.a. í Reykjavík og á Seltjarnarnesi,
þar sem hann myndar á einum stað stóra breiðu við sjóinn. Síðan virðist hann berast
langar leiðir með sjónum, og hefur numið land skammt ofan við og í
grýttum fjörum umhverfis landið. Stormþulurinn virðist einnig vera nægilega harðgerður til að una sér á þessum stöðum, og vaxa þar árum saman.
Þannig hefur hann numið land bæði við Akranes, Eyrarbakka, Vík í Mýrdal,
Vestmannaeyjum, á Djúpavogi og nú síðast bæði á Blönduósi og í Grímsey.
Stormþulurinn er hávaxin jurt, allt að 60 sm á hæð, með gulum
blómkörfum. Blómin eru pípukrýnd í miðri körfu, en tungukrýnd utan með.
Stönglarnir eru gildir og blöðóttir, blöðin þykk og kjötkennd,
öfugegglaga, græn á efra borði en hvítloðin að neðan.
Stormþulur í fjöru
nærri tjaldstæðinu á Akranesi þann 31. júlí 2008.