Blóm vetrarsteinbrjóts eru 10-15 sm í þvermál, fimmdeild. Krónan er lausblaða, rauð eða rauðfjólublá. Bikarblöðin eru snubbótt, 4-5 mm löng, með randhárum. Fræflar eru 10. Frævan er bleik, klofin í tvennt ofan til með tveim stílum. Blaðsprotarnir hafa krossgagnstæð, stutt og afar þétt blöð, sýnast því ferstrendir. Laufblöðin eru aðeins 3-4 mm, öfugegglaga, frambreið, íhvolf, þykk, sígræn, randhærð, með hvítri kalkholu í endann.
Vetrarblóm við Hofsjökul vestan Arnarfells hins mikla í 1000 m hæð 22. júlí 1996.
Nærmynd blómanna er tekin í apríl 1997 á Moldhaugahálsi í Eyjafirði.