vex allvíða, einkum
á hlýrri svæðum landsins og aðeins á láglendi. Hann er meðalstór eða
fremur smávaxinn miðað við aðra maríustakka, blaðstilkar og blómstönglar
eru grannir, aðhærðir, oft nokkuð rauðleitir. Stönglar eru venjulega aðeins
hærðir neðan til. Laufblöðin eru fremur kringluleit í ummáli, blaðsepar
ávalir til endanna með vafflaga skoru á milli. Hann er allur fíngerðari
en
hnoðamaríustakkur sem einnig hefur aðlæg hár á blaðstilkum.
Silfurmaríustakkurinn er algengari um sunnan- og vestanvert landið og í
Eyjafirði en annars staðar á landinu.
Silfurmaríustakkur 24.
júlí 2006 í Leifsstaðabrúnum í Eyjafirði.