eða seljuvíðir er
innflutt tegund, einkum til ræktunar í görðum. Hún er harðgerð,
blómgar fyrir laufgun og getur orðið allhávaxin. Börkur greinanna er
ljósgrár eða grágrænn, ársprotar hærðir. Laufblöðin eru 5-8 sm löng,
sporbaugótt eða öfugegglaga, allþykk, í fyrstu mjúk en síðar nokkuð
leðurkennd með bogtenntan eða ójafnan kant, meir eða minna hærð á efra
borði, en þétt loðin á neðra borði. Aldinið með langri trjónu, grágrænt,
stutthært. Frjóhirzlur gular.
Sums staðar á landinu,
einkum á Fljótsdalshéraði í grennd við Egilsstaði er seljan farin að sá sér
nokkuð út, og kemur því til með að ílendast. Seljan er ákaflega
blómfagurt tré á vorin, og mætti því rækta hana meira til prýði.
Blómstrandi greinar um
11 metra hárrar selju með karlreklum. Tekið í Vaðlareit, Eyjafirði
7. maí 2006.
Blómstrandi karlreklar
seljunnar í návígi á Akureyri 26. apríl 2007.
Blómstrandi kvenreklar seljunnar í návígi á
Akureyri 26. apríl 2007.