Puntur fjallalógresisins er
grannur, axleitur, 2-4 sm á lengd, fjólublár eða grágrænn.
Smáöxin eru tvíblóma. Axagnirnar eru 3,5-4,5 mm á lengd,
grænar neðan til, fjólubláar ofan og himnurendar, oddmjóar; neðri
blómögnin er með langri, útsveigðri baktýtu, festri ofan við miðju.
Axagnir og blómagnir eru hárlausar, að undanskildum smábroddum á kili.
Stráin og blaðslíðrin eru þéttloðin.
Hér má sjá topp af fjallalógresi í Þjórsárverum árið 1982.
Fjallalógresi í Bárðardal 31. júlí árið 1981.