er af maríuvandarætt og er nokkuð algengur á þurrum grasbölum og öðru snögglendi. Hann er auðþekktur frá skyldum tegundum á dökkfjólubláum eða purpurarauðum blómum, og á bikarnum sem hefur tvö breið bikarblöð og tvö mjó. Hann finnst oft upp að 500 m hæð, hæst skráður í 610 m undir Arnarfellsbrekku við Hofsjökul, og 600 m á Járnskara við Norðfjörð.
Maríuvöndur er oftast tvíær. Krónan
er pípulaga, um 2-2,5 sm á lengd, dökkfjólublá,
krónuflipamir með hárkenndum ginleppum að innanverðu. Bikarinn er
klofinn djúpt niður, tveir ytri fliparnir breiðir (5-7 mm),
þeir innri miklu mjórri. Fjórir fræflar, ein fræva með tvíklofnu fræni.
Stöngullinn er stinnur, gáraður með upphleyptum strengjum, hárlaus, oft
greindur ofan til. Blöðin eru egglaga til egglensulaga, oftast 2-3
sm á lengd, hárlaus, heilrend.