Hengistörin ber venjulega tvö,
hangandi, langleggja, fáblóma (5-8), nær svört kvenöx og
eitt upprétt karlax. Axhlífarnar eru yddar, dökkbrúnar eða svartar með
ljósari miðtaug. Hulstrið er ljósgrænt, odddregið en trjónulaust, með
hrjúfu yfirborði. Frænin eru þrjú. Blöðin eru 1,5-3 mm
breið, flöt, blágræn, oftast stutt.
Hér sést hengistör í Álftavatnskrókum á Skaftártungnaafrétti árið 1963.
Hengistör í návígi árið 1982