er aðflutt tegund sem nýlega er farin að
dreifast um höfuðborgarsvæðið. Hún minnir um margt
á hóffífil sem hefur verið að nema víða land síðustu áratugina, og er af
körfublómaætt eins og hann. Hann blómstrar snemma á vorin, en þroskar
blöðin að sumrinu. Þau mynda stórar, langstilkaðar blöðkur sem minna á
rabbarbara. Hann hefur langskriðula jarðstöngla eins og hóffífillinn, og
myndar því oft nokkuð þéttar breiður. Blómin eru hins vegar allt
öðruvísi, þau eru bleikfjólublá á litinn, pípukrýnd, og sitja mörg saman í litlum
körfum sem sjálfar sitja margar saman í löngum, sívölum klasa efst á stönglinum.
Hrossafífils er fyrst getið á Akureyri árið 1928 (Ingimar Óskarsson,
1929), en þá hafði hann vaxið nokkur ár utan garðs við Gróðrarstöðina.
Næst er hans getið í Reykjavík árið 1950, og einnig er vitað að hann
hefur lengi vaxið meðfram Kópavogslæk, eða a.m.k. síðan 1988. Síðustu
árin hefur hann sést
víðar á höfuðborgarsvæðinu, m.a. í Elliðaárdal.
Hrossafífill í
Elliðaárhólmum á bakka Elliðaár 13. maí 2014.