Kirtilaugnfró er einær jurt, ýmist
ógreind eða nokkuð marggreind, blómskipanin þéttblöðótt. Krónan er
einsamhverf, pípulaga neðan til, varaskipt efst, 7-10 mm á lengd.
Krónupípan er hvít eða brúnleit neðst, neðri og efri vörin oftast
fjólublá með dekkri æðum. Bikarinn er með V-laga, broddyddum flipum,
grænleitur eða aðeins fjólubláleitur, með stilkuðum kirtilhárum auk
broddhára. Fjórir fræflar með brúnum eða purpuralitum frjóhirzlum, ein
tvíblaða fræva sem verður að aflöngu hýðisaldini sem verður heldur
lengra en bikarinn. Blöðin eru gagnstæð eða stakstæð, öfugegglaga eða
egglaga, gróftennt með útsperrtum tönnum, þétt sett stuttum, stilkuðum
kirtilhárum utan til á neðra borði.
Kirtilaugnfró á jarðhitasvæðinu í Laugarási, Biskupstungum í júlí 2005.
Nærmynd af blómum kirtilaugnfróar.