Höskollur er allstórvaxin jurt,
blómin mörg saman í þéttum, 2-4 sm löngum hnappi á stöngulendanum,
yfirsætin. Blómhlífarblöð eru fjögur efst á frævunni, grágræn, rauðleit
í endann; sporbaugótt, 2-3 mm löng. Fræflar eru 2-4 og ein fræva.
Stöngullinn er gáróttur, nánast hárlaus. Blöðin eru stakfjöðruð,
hárlaus, 10-40 sm löng, langstilkuð, með 4-7 pörum smáblaða. Smáblöðin
eru stuttstilkuð eða stilklaus, sagtennt, egglaga eða sporbaugótt,
blágræn báðum megin, 2-8 sm löng, sagtennt.
Höskollur á Eldleysu við Mjóafjörð 16. ágúst 2007.
Höskollur með blómkollum á sama stað.
Blómskipan höskolls í návígi.