er tegund sem
líklega er nokkuð útbreidd víða um land, en mest á suðurhelmingi landsins. Þekking á
útbreiðslu hennar er afar ófullkomin, þar sem hún hefur aldrei verið
aðgreind frá hinni eiginlegu hrossanál. Íslenska hrossanálin var áður
fyrr öll talin til þessarar tegundar, en þegar kom í ljós að breytileiki
hrossanálarinnar var allur annar en í Skandinavíu, var sú íslenzka á
tímabili eftir tillögu frá talin til Juncus arcticus ssp. intermedia
(Hylander, N.) þar sem hún myndaði
einskonar millistig milli tveggja tegunda þar, Juncus arcticus og
Juncus
balticus. Það þykir þó ljóst í dag, að Juncus balticus er hér einnig, og
hef ég valið að nefna hana krakanál samkvæmt uppástungu frá Ágústi H.
Bjarnasyni. Krakanál þekkist frá hrossanál
einkum á því, að nálin nær langt upp fyrir blómskipunina, og hún hefur
mörg blómhnoðu á mislöngum leggjum. Sjálf plantan er töluvert hávaxnari
en hrossanál.