eða
dvergvatnalilja er smávaxið og harðgert afbrigði af gulu
nykur-rósinni, sem vex lengra norður eftir Skandinavíu en aðrar
vatnaliljur. Á Íslandi er hún aðflutt, var gróðursett í Djáknatjörn í
Krossanesborgum við Akureyri um eða eftir 1970 af Kristjáni
Rögnvaldssyni, og hefur dafnað þar vel og vaxið mikið síðan og blómstrað
á hverju ári. Ekki hefur þess þó orðið vart að hún dreifðist þaðan til
annarra tjarna, enda lítið um vötn í nágrenni hennar í Eyjafirði.
Hér sjást blöð og blóm smánykurrósarinnar
fljóta ofan á Djáknatjörn í Krossanesborgum.
Hér sést blóm smánykurrósarinnar í nærsýn.
Báðar myndirnar eru teknar í Djáknatjörn 26. júlí 2009.